Dagsetning
1. desember
kl. 11:00-12:30
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Við erum lykillinn að...

Hátíðarsalur Háskólans á Akureyri, Norðurland eystra

Stúdentar munu sameinast og halda daginn hátíðlegan að morgni 1. desembers. Viðburðir verða á fimm mismunandi stöðum og munu öll stúdentafélögin, námsmenn erlendis og LÍS bjóða upp á mismunandi atriði, öll byggð á sama grunni; “Við erum lykillinn að…”.Hann byggist á eftirfarandi yfirheiti:  Það þýðir í grunninn að við sem stúdentar berum ábyrgð á næstu 100 árum af fullveldi Íslands. Við munum horfa til framtíðar, hvað við ætlum og getum gert til þess að nýta okkur fullveldið til framfara og ekki leyfa því að verða að sjálfsögðum hlut! Þessum skilaboðum verður komið á framfæri með nýstárlegum og gagnkvæmum hætti sem ætti að vekja athygli allra

Í Háskólanum á Akureyri mun Stúdentafélag háksólans á Akureyri halda upp á daginn. Þar verður Íslandsklukkunni hringt 100 sinnum og  stúdentar verða þar í forgrunni. Þá verður hátíðardagskrá sem enn er í mótun innan háskólans. Lagt verður upp úr stuttum og fjölbreyttum erindum í bland við tónlist og skemmtun sem nemendur munu sjá um. Þá mun dagskránni ljúka með kaffi og kökum. Stúdentafélag Hólaskóla mun einnig koma að dagskránni og vera með atriði.

Efst á baugi