Dagsetning
1. desember
kl. 11:00-12:30
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Við erum lykillinn að ...

Háskólinn í Reykjavík, Höfuðborgarsvæðið

Stúdentar munu sameinast og halda daginn hátíðlegan að morgni 1. desember. Viðburðir verða á fimm mismunandi stöðum og munu öll stúdentafélögin, námsmenn erlendis og LÍS bjóða upp á mismunandi atriði, öll byggð á sama grunni; „Við erum lykillinn að …“. Hann byggist á eftirfarandi yfirheiti: Það þýðir í grunninn að við sem stúdentar berum ábyrgð á næstu 100 árum af fullveldi Íslands. Við munum horfa til framtíðar, hvað við ætlum að gera og getum gert til þess að nýta okkur fullveldið til framfara og ekki leyfa því að verða að sjálfsögðum hlut!

Þessum skilaboðum verður komið á framfæri með nýstárlegum og gagnkvæmum hætti sem ætti að vekja athygli allra.

Nemendur í Háskólanum í Reykjavík eru sífellt í samstarfi við atvinnulífið við að vinna að lausnum í samfélaginu og skapa nýjar víddir á ýmsum sviðum. Heimurinn er að breytast og koma stúdentar að þessari breytingu á hverjum degi. Þar sem háskólinn er mjög verkefnamiðaður og með mikil tengsl við atvinnulífið munu nemendur HR bjóða upp á opið hús á fullveldisdaginn 1. desember. Gestir fá að kynnast þeim verkefnum sem nemendur HR eru að vinna að eða hafa unnið að í gegnum tíðina.

Öll þau verkefni sem verða til sýnis á þessum degi eru unnin algjörlega af nemendum og koma nemendurnir úr mismunandi deildum skólans. Við viljum sýna hversu fjölbreytilegir nemendur Háskólans í Reykjavík eru og hvernig þeir eru að móta framtíð Íslands með hverjum sigri.

Tengiliður viðburðarins er Eygló María Björnsdóttir, sími: 8521418,  netfang: eyglo16@ru.is.

Efst á baugi