Dagsetning
5. maí - 10. júní
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

VIÐ HLIÐ

Verksmiðjan á Hjalteyri, Norðurland eystra

Inntak hvers myndlistarverks felst í umhverfi þess og aðstæðum. Hver skoðar hvað, hvenær, hvar og hvernig. VIÐ HLIÐ standa fjórir listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með sterka efniskennd, rýmistilfinningu og fagurfræði. Verksmiðjan á Hjalteyri, með sinni sögulegu sviðsmynd veitir umhverfi sem myndlistarmennirnir komast ekki hjá að nota sem útgangspunkt. Listamennirnir munu skapa ný verk þar sem unnið verður markvisst með inngrip listaverkanna í rýminu. Listamennirnir fjórir vinna ekki að sameiginlegum verkum heldur hver í sínu lagi og hver á sinn hátt.

Sýningarstjóri: Magnús Helgason. Listamenn: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Baldur Geir Bragason, Erwin van der Werve, Magnús Helgason