Dagsetning
1. maí - 1. desember
Staðsetning
Skipuleggjendur
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Viðburðir á vegum Stykkishólmsbæjar í tilefni aldarafmæli fullveldis Íslands.

Stykkishólmsbær

Tónlistarskóli Stykkishólms mun leggja áherslu á að nemendur læri og kynnist íslenskri tónlist og ættarjarðarlögum sem tengd eru sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og flytja á nokkrum tónleikum skólans. Leitað verður sérfræðiþjónustu varðandi fræðslu um tónlistarsögu frá þessu tímabili. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur semji tónlist með tímamótin í huga og verður hún flutt á lokatónleikunum. Veitt verða verðlaun fyrir skemmtilegasta frumsamda lagið og mun tónlistarskólinn fá utanaðkomandi dómara til þess að velja það lag. Reiknað er með að tónlistarskólinn leggi til húsnæði til verkefnisins. Á menningarhátíðinni Norðurljósin sem haldin verður í október verða haldnir tónleikar í Stykkishólmskirkju þar sem tónlistarfólk úr Stykkishólmi mun flytja efni tengt fullveldisafmælinu. 

Efst á baugi