Dagsetning
20. maí
kl. 13:30-14:30
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Vígsla nýrrar sýningar í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, Norðurgötu 1, 580 Siglufjörður, Norðurland eystra

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands og 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar verður ný sýning vígð í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar sunnudaginn 20. maí 2018 kl. 13.30. Sýningin nefnist Leið ég yfir lönd og sæ og er kjarni hennar nýjar myndbandsupptökur með tveimur einstökum kvæðakonum, þeim Hildigunni Valdimarsdóttur og Kristrúnu Matthíasdóttur. Kvæðamenn bjóða gesti velkomna og léttar veitingar standa gestum til boða. Sýningin er styrkt af Fullveldissjóði og Menningarsjóði Siglufjarðar og stendur yfir frá 1. júní til 31. ágúst.