Dagsetning
7. apríl
kl. 13:30-16:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Veirur og vísindasaga

Safnahúsið, Hverfisgötu 15, Höfuðborgarsvæðið

Málþing á vegum Vísindafélags Íslendinga um veirur og vísindasögu í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 7. apríl kl. 13.30. Allir velkomnir.

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus, fjallar um sögu íslenskra vísinda á síðustu öld. Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, segir frá arfleifð Björns Sigurðssonar sem kom á fót tilraunastöðinni að Keldum og gerði merkar rannsóknir á mæði-visnuveirunni í sauðfé sem reyndust löngu síðar ómetanlegar við rannsóknir á HIV-veirunni. Valgerður Andrésdóttir, sameindalíffræðingur á Keldum, gerir síðan grein fyrir nýlegum rannsóknum á mæði-visnuveiru og tekur dæmi um hvernig þær hafa nýst til skilnings á HIV-veirunni og í baráttunni við hana.

Málþingið er það fyrsta af sex sem Vísindafélag Íslendinga stendur fyrir á árinu um vísindi og samfélag í tilefni af aldarafmæli bæði félagsins og fullveldis Íslands. Hlutdeild vísindanna í íslenskri menningu frá fullveldi verður m.a. skoðuð á málþingunum en ekki síður er ætlunin að stuðla að almennri umræðu um samhengi vísindanna við samfélagslegar áskoranir með framtíðina í huga.

Málþingin verða öllum opin og haldin á laugardögum kl. 13.30 sem hér segir:

  • 7. apríl í Safnahúsinu við Hverfisgötu
  • 5. maí í Nýheimum á Höfn í Hornafirði
  • 8.  september í Þjóðminjasafni Íslands
  • 6. október í Háskólanum á Akureyri
  • 3. nóvember í Háskólanum í Reykjavík
  • 1. desember í Háskóla Íslands