Dagsetning
1. desember
kl. 13:30-16:00
Aðgangseyrir
Nei
Upplýsingar um viðburð eru á ábyrgð skipuleggjanda

Vísindi og samfélag - 100 ára afmæli Vísindafélags Íslendinga

Háskóli Íslands, Höfuðborgarsvæðið

Vísindafélag Íslendinga stendur fyrir sex málþingum á árinu um vísindi og samfélagslegar áskoranir. Hlutdeild vísindanna í íslenskri menningu frá fullveldi verður m.a. skoðuð á málþingunum en ekki síður er ætlunin að stuðla að almennri umræðu um samhengi vísindanna við samfélagslegar áskoranir með framtíðina í huga. Á fyrsta málþinginu sem haldið var í apríl var sjónum beint að veirurannsóknum og vísindasögu en á síðari málþingunum verður m.a. fjallað um umhverfismál, ungt fólk og fjölbreytileika, ferðamál og máltækni.

Félagið var stofnað 1. desember 1918, sama dag og Ísland varð fullvalda ríki, með það í huga að öflug vísindastarfsemi væri þjóðinni nauðsynleg til að dafna. Meðal markmiða félagsins er að styrkja stöðu vísinda í íslensku samfélagi og menningu, m.a. með fræðslu og umræðu og málþingin eru liður í því. Annar liður í afmælisdagskránni er samstarf við Vísindavefinn um dagatal íslenskra vísindamanna þar sem umfjöllun um fræðimenn birtist daglega allt árið. Markmiðið er að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hérlendis og þýðingu þess fyrir samfélagið allt. 

Efst á baugi