Fullveldisbörnin - hátíðarsamkoma

Fullveldisbörnin - hátíðarsamkoma

Afmælisnefnd, í samstarfi við Hrafnistu, býður öllum Íslendingum fæddum 1918 og fyrr, til hátíðarsamkomu í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.  Nú hafa 64 einstaklingar, búsettir um land allt, fengið boð í veisluna ásamt gesti. Þetta er í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar sem öllum Íslendingum 100 ára og eldri er boðið saman til sérstakrar veislu. Að auki taka íbúar Hrafnistu í Reykjavík þátt í hátíðarsamkomunni.  Icelandair býður einstaklingum búsettum á flugleiðum félagsins að ferðast á þægilegan hátt með Air Iceland Connect til Reykjavíkur.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpar samkomuna og listamenn skemmta gestum í anda fullveldisársins 1918.  Í veislunni verður boðið upp á fullveldisköku sem  Landssamband bakarmeistara hefur sett saman og  byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Mikil tilhökkun er fyrir veislunni sem verður haldin  að Hrafnistu í Reykjavík 19. júlí nk. og hefst kl. 14.00.

Fréttir

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira
Til hamingju með 100 ára fullveldisafmælið!

Til hamingju með 100 ára fullveldisafmælið!

Lesa meira