Fullveldisbörnin - hátíðarsamkoma

Fullveldisbörnin - hátíðarsamkoma

Afmælisnefnd, í samstarfi við Hrafnistu, býður öllum Íslendingum fæddum 1918 og fyrr, til hátíðarsamkomu í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.  Nú hafa 64 einstaklingar, búsettir um land allt, fengið boð í veisluna ásamt gesti. Þetta er í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar sem öllum Íslendingum 100 ára og eldri er boðið saman til sérstakrar veislu. Að auki taka íbúar Hrafnistu í Reykjavík þátt í hátíðarsamkomunni.  Icelandair býður einstaklingum búsettum á flugleiðum félagsins að ferðast á þægilegan hátt með Air Iceland Connect til Reykjavíkur.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpar samkomuna og listamenn skemmta gestum í anda fullveldisársins 1918.  Í veislunni verður boðið upp á fullveldisköku sem  Landssamband bakarmeistara hefur sett saman og  byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Mikil tilhökkun er fyrir veislunni sem verður haldin  að Hrafnistu í Reykjavík 19. júlí nk. og hefst kl. 14.00.

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira