Fullveldisöldin

Fullveldisöldin

Síðastliðinn sunnudag hóf göngu sína þáttaröðin Fullveldisöldin. Fullveldisöldin eru tíu örþættir sem framleiddir eru af Sagafilm í tilefni aldarafmælis fullveldis og eru hluti af dagskrá fullveldisafmælisins. Þættirnir munu skoða líf fullvalda þjóðar, stjórnmál, dægurmál, menningu, samband við umheiminn, ógnir, gleði og sorgir í sögu Íslands.

Fyrsti þáttur fullveldisaldarinnar fjallar um árið 1918 og sýnir hvað gekk á í samfélaginu í aðdraganda fullveldisstofnunar. Hversu burðug var þjóð sem glímdi við kuldakast, dýrtíð, afleiðingar heimsstyrjaldar, eldgos og drepsótt til þess að standa á eigin fótum? Við fjöllum um hvernig samningar sambandslaganefndarinnar gengu fyrir sig og fáum innsýn inn í störf nefndarmanna. Hægt er að horfa á þáttinn hér.

Annar þáttur verður sunnudaginn 30. september og hefst kl. 20. Í þættinum verður fjallað um Austurvöll. Austurvöllur er án efa sá staður í Reykjavík þar sem hjarta landsmanna slær. Torgið er tilvísun í evrópsk torg stórborga, en er samt sem áður alveg séríslenskt. Við römmum inn sögu þjóðar í byggingarlist og samfélagsgerð en þessi blettur spannar allan skalann þar sem þjóðin hittist og deilir gleði, reiði og sorg.

Þættirnir verða á dagskrá Ríkissjónvarpsins á sunnudögum kl. 20.

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira