Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Nú líður að lokum sýningarinnar Lífsblómið – fullveldi Íslands í 100 ár sem opnaði í júlí sl. og lýkur 16. desember.

Sýningin Lífsblómið fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár, forsendur þess og meginþætti í sjálfstæðisbaráttu og sjálfsmynd Íslendinga frá árinu 1918 og til dagsins í dag. Á sýningunni eru sýnd í fyrsta skipti á Íslandi tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga, sem fengin eru að láni frá Danmörku. Reykjabók Njálu er handrit frá upphafi 14. aldar sem geymir afar heillegan texta Brennu-Njáls sögu og er sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að fleiri vísur koma fyrir í sögunni en í öðrum handritum. Ormsbók Snorra-Eddu er frá miðri 14. öld og geymir Snorra-Eddu auk fjögurra málfræðiritgerða, þar ber helst að nefna fyrstu málfræðiritgerðina, sem er frá 12. öld og er einungis varðveitt í Ormsbók. Auk þess eru á sýningunni handrit úr safnaeign Árnastofnunar og merkileg skjöl frá Þjóðskjalasafni Íslands, s.s. manntalið frá 1703 sem er líklega elsta manntal í heimi, sem enn er varðveitt, þar sem getið er allra þegna heillar þjóðar með nafni, aldri og stöðu. Myndlistin ljær síðan umræðunni um ýmis átakamál á fullveldistímanum rödd og ýmsar sögulegar heimildir veita okkur aðgang að hugsun og lífi þeirra sem horfin eru á braut.

 Að sýningunni standa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafn Íslands og Listasafn Íslands. Sýningarstjóri er Sigrún Alba Sigurðardóttir.   Hönnuðir sýningarinnar eru Snæfríð Þorsteins, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir. 

Hér er hægt að horfa á  leiðsögn um sýninguna.

 

 

 

 

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira