Ný heildarútgáfa Íslendingasagna og þátta

Ný heildarútgáfa Íslendingasagna og þátta

Í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands var ný hátíðarútgáfa af Íslendingasögum og þáttum afhent afmælisnefnd við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu sunnudaginn 17. júní, en Alþingi fól afmælisnefnd að stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagnanna á afmælisárinu.

Ávörp fluttu Einar K. Guðfinnsson, frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari útgáfunnar, Jóhann Sigurðsson og Örnólfur Thorsson. Kristján Karl Hallgrímsson (10 ára)  flutti eigið lag við ljóð Sigríðar Einarsdóttur  frá Munaðarnesi. 

Við sama tækifæri afhenti afmælisnefnd forseta Íslands og frú Vigdísi Finnbogadóttur, verndara útgáfunnar, fyrstu eintökin.  Einnig fengu fulltrúar flokkanna og forseti Alþingis eintök.  

Afmælisnefnd gerði samning við Saga forlag um útgáfuna sem þykir einstaklega vönduð og glæsileg. Textar sagna og þátta hafa verið endurskoðaðir með hliðsjón af rannsóknum undanfarinna áratuga og mikil vinna hefur verið lögð í skýringar á tæplega 600 vísum sem fylgja sögum og þáttum. Þá fylgir útgáfunni margvíslegt skýringarefni og formálar sem ætlað er að greiða götu lesenda um þessa heillandi sagnaveröld. Bækurnar prýða myndverk eftir dönsku listakonuna Karin Birgitte Lund.

Ritstjórar eru Aðalsteinn Eyþórsson, Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Umsjón með útgáfunni hafði Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Útgefandi er Jóhann Sigurðsson.

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira