Opnun hátíðarsýninga um Kirkjur Íslands

Opnun hátíðarsýninga um Kirkjur Íslands

Hátíðarsýningar Þjóðminjasafnsins verða opnaðar 24. nóvember kl. 14 og eru þær helgaðar kirkjum Íslands. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir opnar hátíðarsýningarnar.

Í Bogasal verður opnuð sýningin Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Á sýningunni er fjallað um kirkjugripi og hvernig þeir tengjast straumum og stefnum í hinni alþjóðlegu listasögu. Ný og einstæð yfirsýn hefur fengist á kirkjugripi í friðuðum kirkjum landsins í tengslum við útgáfu bókaflokksins um Kirkjur Íslands sem nú hefur komið út í 31 bindi. Ritröðin er gefin út í samstarfi við Biskupsstofu og Minjastofnun Íslands. Sýningin er unnin í samstarfi við kirkjur og menningarminjasöfn landsins sem lána gripi á sýninguna. 

Í Myndasal verður opnuð sýningin Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna. Kirkjur og kirkjugripir urðu þremur mönnum rannsóknarefni á 20. öld og allir skráðu þeir rannsóknir sínar með myndrænum hætti: Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, Jón Helgason biskup og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Úrval mynda þessara þriggja manna veita innsýn í íslenskar kirkjubyggingar og þann menningararf sem þær hafa að geyma.

 

Á Vegg verða sýndar myndir Heiðu Helgadóttur, ljósmyndara af trúarlífi í samtíma. Sýning Heiðu nefnist NÆRandi.

Fyrr á árinu var opnuð í Horni sýningin Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum. Sýningin byggir á rannsókn Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. 

 

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira