Sýningarstjóri fullveldissýningar Árnastofnunar ráðinn

Sýningarstjóri fullveldissýningar Árnastofnunar ráðinn

Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur verið ráðin sýningarstjóri fullveldissýningarinnar sem opnuð verður í Listasafni Íslands um miðjan júlí 2018.

Sigrún var ein 19 umsækjenda um tímabundið starf í fjóra mánuði. Verkefnisstjórn um sýninguna (skipuð forstöðumönnum Árnastofnunar, Þjóðskjalasafns og Listasafns Íslands) fór yfir umsóknirnar. 

Sigrún mun hafa vinnuaðstöðu á Listasafni Íslands en vinna náið með sýningarnefnd og verkefnisstjórn. Þórunn Sigurðardóttir mun sitja í sýningarnefndinni fyrir hönd Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Auk fulltrúa safnanna verður Ólafur Raastrick í nefndinni.

Nánar má lesa um ráðingu Sigrúnar Ölbu á vef Árnastofnunar 

 

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira