Til hamingju með 100 ára fullveldisafmælið!

Til hamingju með 100 ára fullveldisafmælið!

Til hamingju með 100 ára fullveldisafmælið!

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Dagurinn er haldinn hátíðlegur með fjölbreyttri dagskrá um allt land í samstarfi við fólkið í landinu, skóla, sveitarfélög og stofnanir. 

Í dag svarar Vísindavefurinn því af hverju dönsk yfirvöld vildu veita Íslendingum fullveldi. 

Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjónað hagsmunum smáþjóðar eins og Dana að undiroka aðra enn smærri þjóð, sagði Carl Theodor Zahle, forsætisráðherra Danmerkur, þegar sambandslögin voru rædd í danska þinginu í nóvember 1918: „Við hljótum að styðja eindregið rétt hverrar þjóðar að búa við frelsi og sjálfstæði.“

 En lengra svarið er aðeins flóknara og hægt er að lesa það hér. 

Njótið dagsins!  Dagskrá fullveldishátíðar er að finna hér 

 

 

 

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira