Upphaf afmælisársins!

Upphaf afmælisársins!

Í dag, 1. janúar, fögnum við upphafi afmælisársins með frumsýningu stuttmyndar um fullveldi Íslands.

Myndin verður sýnd kl. 13.35 í ríkissjónvarpinu, á eftir ávarpi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

Í myndinni er farið, í stuttu máli, yfir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga með áherslu á þann mikilvæga áfanga sem náðist þegar Ísland varð fullvalda þjóð árið 1918.

Myndin er framleidd af Tríó Events fyrir aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands, handrit gerðu Bryndís Sverrisdóttir og Anna Katrín Guðmundsdóttir, myndstjórn og klippingu annaðist Jakob Halldórsson og tónlist samdi Anna Halldórsdóttir.

Myndin verður síðan aðgengileg hér á heimasíðunni á þrem tungumálum, íslensku, dönsku og ensku. 

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira