Viltu taka þátt í R1918

Viltu taka þátt í R1918

R1918 er stórt þátttökuverkefni á vegum Listahátíðar í Reykjavík.  Frá janúar –  júní  ljá Reykvíkingar dagsins í dag Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína daglega í Ríkisútvarpinu kl. 12:00. Textarnir eru unnir upp úr gögnum frá Landsbókasafni og endurspegla sögulega viðburði og tíðaranda í Reykjavík fyrir einni öld. Líkt og leiftur úr fortíð munu þessir sömu Reykvíkingar birtast okkur á götum borgarinnar á Listahátíð í Reykjavík og horfa beint í augun á okkur.

Fólki á öllum aldri býðst að taka þátt í verkefninu og leitar Listahátíð nú að sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu. Annars vegar er verið að leita að einstaklingum til þess að lesa upp stutta texta í útvarp og hins vegar hópi til þess að taka þátt í stórum gjörningi í miðborginni í júní á næsta ári. Gjörningurinn er einfaldur og án orða en krefst þess að mæta á nokkrar æfingar í maí og júní. 

Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Listahátíðar  www.listahatid.is 

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira