Vísindavefurinn í samstarfi við afmælisnefnd

Vísindavefurinn í samstarfi við afmælisnefnd

Vísindavefurinn hefur stofnað sérstakan flokk á vefsvæði sínu sem ber heitið „1918“. Þar gefst almenningi kostur á að senda inn spurningar um hvaðeina sem tengist árinu 1918. Sérstök áhersla verður lögð á að svara spurningum um vísindi. Vísindavefurinn efnir einnig til samstarfs við nokkra grunnskóla á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu þar sem nemendum gefst kostur á að senda inn spurningar í flokkinn 1918 og fá svör sem hægt er að vinna frekar með í skólastarfi.

Einnig verður haft samstarf við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um sérstaka áherslu á svör um handrit og handritamenningu á afmælisárinu.

Svörin eru einnig birt á vef afmælisársins undir flokknum „Hvað viltu vita um 1918?“

Fréttir

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Lesa meira
Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lífsblómið – síðasta sýningarhelgi

Lesa meira
Landið mitt - frumflutningur

Landið mitt - frumflutningur

Lesa meira