Fullvalda þjóð í frjálsu landi

Fullvalda þjóð í frjálsu landi - Málstofa um fullveldi Íslands í fortíð, nútíð og framtíð.

Málstofan var haldinn í Háskólanum á Akureyri 16. mars 2018 og er hluti af afmælisdagskrá aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. 

Hér má finna upptökur af málstofunni.

Dagskrá:

9:15 – 09:25  Setning - Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri

09:30 – 10:50 Sjálfstæðisbaráttan og fullveldið

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við Háskóla Íslands

Fullveldishugtakið og íslensk sjálfstæðisbarátta.

Páll Björnsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Hugmyndastraumar, atvinnuhættir og fullveldi Íslands.

Stefanía Óskarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands

Fullveldi, sjálfstæði: í hverju liggur munurinn?

11:00 – 11:40 Akureyri 1918

Jón Hjaltason, sagnfræðingur og Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri

Akureyri í kreppu og kulda.

11.40 – 12:10 Nútímalist og fullveldið

Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

Sköpun sjálfstæðrar listar.

Hlé 12:10 – 13:15.

13:15 – 14:35 Þjóðaréttur og fullveldið

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

Náttúruauðlindir og fullveldisréttur.

Bjarni Már Magnússon, dósent við Háskólann í Reykjavík

Ytra fullveldi frá sjónarhóli þjóðaréttar.

Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt  við Háskólann á Akureyri

Endurtekin tilraun til að nálgast fullveldið.

14:35 – 14:45 Kaffi

14:45 – 16:00 Íslenskan og fullveldið

Auður Hauksdóttir, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands

Björguðu Danir íslenskunni?

Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

Íslenskan – fullvalda mál, þá?

Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri  

Íslenskan – fullvalda mál, nú? 

16:00 Málstofuslit - Haraldur Þ. Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.