Menning, tunga, tímagöng 1918

Menning, tunga og tímagöng til 1918 er 360°sýndarveruleikasýning fyrir börn á öllum aldri. Sýningin er hönnuð sem hjálpargagn við kennslu í íslensku og samfélagsfræði/lífsleikni á miðstigi og efsta stigi grunnskóla. Grunnskólar sem eiga 360°sýndarveruleikagleraugu geta fengið sýninguna rafrænt en einnig er hægt að leigja gleraugu og aðstoð við uppsetningu sýningarinnar. 

Eigandi og umsjónarmaður sýningarinnar er Árni Gunnarsson kvikmyndagerðamaður og hægt er að nálgast sýninguna hjá honum á netfanginu arni@skottafilm.com.   

Sýningin er styrkt af afmælisnefnd og hluti af opinberri dagskrá fullveldisafmælisins.