Fullveldisöldin

1. þáttur - Árið 1918

Fyrsti þáttur fullveldisaldarinnar fjallar um árið 1918 og sýnir hvað gekk á í samfélaginu í aðdraganda fullveldisstofnunar. Hversu burðug var þjóð sem glímdi við kuldakast, dýrtíð, afleiðingar heimsstyrjaldar, eldgos og drepsótt til þess að standa á eigin fótum? Fjallað er um hvernig samningar sambandslaganefndarinnar gengu fyrir sig og veitt er innsýn í störf nefndarinnar. 

Skoða 1. þáttur - Árið 1918

2. þáttur - Austurvöllur

Austurvöllur er án efa sá staður í Reykjavík þar sem hjartað slær. Torgið er tilvísun í hin evrópsku torg, en er samt sem áður alveg séríslenskt. Þar hittist þjóðin og deilir gleði, reiði og sorg.

 

 

Skoða 2. þáttur - Austurvöllur

3. þáttur - Ógnir

Skoða 3. þáttur - Ógnir

4. þáttur - Fjársjóðir

Í þessum þætti er fjallað um menningarlegt uppgjör Dana og Íslendinga. Deilur um skinnhandrit úr fórum Árna Magnússonar og skil forngripa sem varðveittir voru í Danmörku ollu orrahríð á milli þjóðanna tveggja.

Skoða 4. þáttur - Fjársjóðir

5. þáttur - Æskan

Miklar samfélagsbreytingar hafa orðið á síðustu hundrað árum samfara mikilli fólksfjölgun á mölinni. Í þessum þætti verður farið yfir áhrif þessara breytinga á börn og hvernig hagur þeirra hefur breyst á tímabilinu. Viðmælendur eru Sigurjón Björnsson prófessor í sálfræði, Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur og Sigurður Gylfi Magnússon prófessor.

Hvað annað viltu vita um 1918?

Fullveldi Íslands 1918-2018

Fullveldi Íslands 1918 - 2018 er stuttmynd sem fjallar um fullveldi Íslands. 

Í myndinni er farið, í stuttu máli, yfir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga með áherslu á þann mikilvæga áfanga sem náðist þegar Ísland varð fullvalda þjóð árið 1918.

Myndin er aðgengileg hér á síðunni á íslensku, dönsku og ensku. 

 

Skoða Fullveldi Íslands 1918-2018

Námsefni fyrir börn og ungt fólk

Í tilefni aldarafmælisins eru skólar hvattir til að beina sjónum að þeim merku tímamótum sem urðu í íslensku samfélagi með sambandslögunum árið 1918 og minna á þau tímamót sem verða árið 2018. 

Í flokknum námsefni fyrir börn og ungt fólk er að finna efni sem skólar geta nýtt sér í kennslu, þar á meðal kennslubókina Árið 1918 og kennsluleiðbeiningar.  Stuttmyndin Fullveldi Íslands 1918-2018 og verkefnahugmyndir fyrir skóla.

 

Skoða Námsefni fyrir börn og ungt fólk

Fræðsluefni og greinar

Árið 1918 er eitt af merkari árum í sögu þjóðarinnar. 1. desember það ár varð Ísland frjálst og fullvalda ríki.  Fyrri heimsstyrjöldinni lauk þetta ár og spánska veikin gekk yfir heiminn árin 1918-1919.  Hér á landi byrjaði árið með fimbulkulda og er oft talað um frostaveturinn mikla 1918.  Í október gaus Katla og var það gos meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist.

Í flokknum fræðsluefni og greinar er að finna ýmsan fróðleik um 1918 sem og greinar sem fjalla um fullveldið og fullveldishugtakið, upptökur frá ráðstefnum og málþingum og fleira áhugavert efni. 

Skoða Fræðsluefni og greinar

Sambandslögin

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918.

Hér er að finna sambandslagasamninginn á íslensku, dönsku og ensku. 

Skoða Sambandslögin

Lífsblómið. Fullveldi Íslands í 100 ár

Sýningin Lífsblómið var sett upp í Listasafni Íslands í tilefni aldarafmæli fullveldis Íslands.  Að sýningunni stóðu, í samstarfi við afmælisnefnd,  Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í samstarfi við Listasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands.

Skoða Lífsblómið. Fullveldi Íslands í 100 ár