Upplýsingar fyrir styrkþega

Um 100 verkefni fengu stuðning afmælisnefndar á dagskrá afmælisársins.   Afmælisnefnd gerði samning við styrkþega þar sem m.a. er kveðið á um ábyrgð styrkþega, kynningu, samskipti við afmælisnefnd og greiðslur styrkvilyrðisins.  Við upphaf verkefnis er heimilt að greiða fyrri hluta styrkvilyrðisins. Áður en seinni greiðsla fer fram skal styrkþegi skila lokaskýrslu um framkvæmd verkefnisins og kostnaðaruppgjör.  Hér er að finna grunn að lokaskýrslu vegna verkefnastyrkja

Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna framkvæmdastjóri í netfanginu fullveldi1918@fullveldi1918.is eða í síma 563 0651.